Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús

11.03.2009
Fimmtudaginn 12. mars verður opið hús í Sjálandsskóla frá kl. 17-19 fyrir verðandi nemendur skólans, foreldra þeirra og aðra þá sem vilja kynna sér skólastarfið.  Boðið verður upp á leiðsögn um skólann og sagt frá skólastarfinu.  Ávaxtasafi, kaffi og vöfflur verða á boðstólum.  Þeir foreldrar sem enn hafa ekki tekið ákvörðun um skráningu í Sjálandsskóla fyrir næsta skólaár eru sérstaklega hvattir til þess að skoða skólann með barninu. Við skorum á nemendur 7. bekkjar Flata– og Hofsstaðaskóla að kynna sér unglingadeild skólans ásamt foreldrum sínum! Skráning fer fram í skólanum og lýkur 19. mars.

 

Til baka
English
Hafðu samband