Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið hefst á morgun

02.02.2010
Lífshlaupið hefst á morgunLífshlaupið er átaksverkefni í 3 vikur þar sem landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Mikil þátttaka hefur verið úr Sjálandsskóla í Lífshlaupinu á síðustu árum bæði meðal nemenda og starfsmanna og verður svo áfram. Þess vegna var ákveðið að hefja Lífshlaupið héðan kl. 11 á morgun. Bæjarstjóri, forseti ÍSÍ, forseti Lýðheilsustofnunar, starfsfólk og nemendur skólans munu taka þátt í því. Keppni verður síðan á milli fulltrúa nemenda og fullorðinna gesta í skólahreysti.
Í tilefni af upphafi Lífshlaupsins verður sameiginleg gönguferð nemenda, foreldra og starfsmanna í einu sinni í hverri viku. Fyrsta gönguferð verður farin frá bílastæði skólans kl 17 á morgun 3. febrúar.
Til baka
English
Hafðu samband