Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jakob Helgi sigurvegari

24.03.2010
Jakob Helgi sigurvegariUnglingameistaramót Íslands á skíðum var haldið á Siglufirði dagana 20.-21. mars.  Jakob Helgi Bjarnason úr Sjálandsskóla sigraði þar í flokki 13-14 ára með nokkrum yfirburðum í öllum greinum þ.e. svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.  Auk þess tryggði Jakob sér bikarmeistaratitilinn með fullu húsi stiga en sá titill er stigakeppni úr öllum bikarmótum vetrarins.
Til baka
English
Hafðu samband