Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn í dag

05.10.2011
Forvarnardagurinn í dag

Í dag er fimmta árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Í dag fór fram dagskrá í 9. bekk þar sem við fengum Skátahöfðingja Íslands Braga Björnsson í heimsókn og kynnti hann fyrir hópnum netleik sem er á heimasíðu forvarnardagsins. Einnig gaf hann nemendum armbönd sem búin voru til fyrir nemendur. Síðar skipti kennari bekknum upp í umræðuhópa og horft var á forvarnarmyndband.

Nánari upplýsingar um forvarnardaginn má finna á http://www.forvarnardagur.is/

Til baka
English
Hafðu samband