Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudegi

22.02.2012
Líf og fjör á öskudegi

Það var líf og fjör á öskudeginum í Sjálandsskóla í dag. Nemendur og starfmenn mættu í alls konar búningum á öskudagshátíð skólans. Dagurinn hófst á morgunsöng að venju og síðan æfðu nemendur söng og skemmtiatriði. Sýndir voru dansar og allir komu svo út á gólfið og dönsuðu Fugladansinn og fleiri skemmtilega dansa. Að því loknu voru "búðir" opnar út um allan skóla þar sem nemendur gátu sungið og fengið nammi í staðinn. Einnig var draugahús sem unglingadeildin sá um, vöfflubakstur, stultugangur, hoppukastali, kötturinn sleginn úr tunnunni og margt fleira skemmtilegt.

Á myndasíðunni má sjá fjölda mynda frá öskudagshátíðinni

Til baka
English
Hafðu samband