Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaup 5.bekkjar

16.05.2012
Lionshlaup 5.bekkjar

Lionshlaupið var haldið í dag, 16.maí. Nemendur í 5.bekk tóku þátt og var þetta boðhlaup á milli umsjónarhópanna þriggja.

Það voru félagar úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ sem stóðu fyrir hlaupinu eins og undanfarin ár og spjölluðu þeir aðeins við nemendur áður en hlaupið hófst. Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir knattspyrnukona úr Stjörnunni og íþróttakona Garðbæjar kom einnig og ræddi við nemendur um heilbrigt líferni og tilefni hlaupsins.

Nemendur stóðu sig mjög vel í hlaupinu, bæði keppendur og stuðningsmenn úr 5.og 6.bekk sem hvöttu liðin ákaft áfram. Allir nemendur 5. bekkjar fengu viðurkenningarskjöl í lokin og hópurinn sem bar sigur úr býtum hlaut verðlaunabikarinn.

Myndir frá hlaupinu

Til baka
English
Hafðu samband