Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð 8.-9.bekk

07.06.2012
Vorferð 8.-9.bekk

Þriðjudaginn 5. Júní fór 8. og 9. Bekkur í vorferð í Skorradal. Ferðin hófst með sundferð í Lágafellslaug en síðan var haldið áfram í Skorradalinn. Við gistum í húsi í eigu Skátafélags Akranes. Það er óhætt að segja að nemendur hafi skemmt sér vel. Farið var í fótbolta, ýmsa leiki og svo voru nokkur hreystimenni sem fóru og skelltu sér í ískalt vatnið. Um kvöldið voru grillaðir hamborgarar og svo var kvöldvaka í umsjá nemenda. Daginn eftir hjálpuðust allir að við að taka saman og þrífa skálann og síðan var haldið heim leið. Það voru þreyttir en glaðir nemendur sem komu til baka í hádeginu á miðvikudeginum en þessi ferð markaði lok skólastarfsins 2011-2012.

Myndir frá vorferðinni

Til baka
English
Hafðu samband