Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líkaminn - útikennsla í 7.bekk

22.11.2012
Líkaminn - útikennsla í 7.bekk

Nemendur 7.bekkjar fóru í ratleik um mannslíkamann, þemað sem þeir eru að vinna í þessar vikurnar.

Þeir leystu ýmis verkefni sem tengdust líkamanum, s.s. taka púlsinn, gera ýmsar líkamsæfingar og finna út hvaða vöðva þeir notuðu. Þeir svöruðu ýmsum spurningum og merktu helstu beinin inn á mynd af beinagrind. Mikill áhugi og gleði skein úr augum nemenda í verkefninu þrátt fyrir mikinn kulda.

Myndir eru á myndasíðu 7.bekkjar 

Til baka
English
Hafðu samband