Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálandsskóli fékk verðlaun fyrir etwinning-verkefni

23.01.2013
Sjálandsskóli fékk verðlaun fyrir etwinning-verkefni

Í vetur fékk etwinning verkefni 1.-.2.bekkjar í Sjálandsskóla verðlaun fyrir verkefnið "Treasure Island" sem nemendur og kennarar hafa verið að vinna við síðan haustið 2011.

Sjálandsskóli fékk styrk frá Menntaáætlun ESB fyrir árin 2011 – 2013 til að taka þátt í Comeniusar- verkefni sem ber heitið Treasure Island. Nemendur í 1. og 2. bekk, ásamt umsjónarkennurum, listgreinakennurum og tónmenntakennara tóku að sér að vinna þetta verkefni sem grunnskólar frá 8 Evrópuþjóðum eru þátttakendur í.

Megin áherslan er á vatnið og nauðsyn þess fyrir menn, dýr og plöntur.
Nemendur hafa meðal annars fylgst með notkun vatns í skólanum og leitað leiða til að spara vatnið. Þeir hafa lært lög um vatn á tungumálum samstarfsaðila og tekið þátt í lestrarátaki. Nemendur hafa fengið tækifæri til að æfa sig í ensku þar sem þeir hafa haft sameiginlega fundi (Flashmeetings) með samstarfsaðilum. Samskiptatungumálið er enska.

Fyrir áramót fékk verkefnið viðurkenningu bæði eTwinning Quality Label og líka European Quality Label

Myndir af verkefninu og nemendum í 1.-2.bekk 

Vefsíða etwinning

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband