Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.-2.bekkur heimsækir Þjóðleikhúsið

24.01.2013

Í vikunni fóru krakkarnir í 1. og 2. bekk í heimsókn í Þjóðleikhúsið þar sem Þórhallur Sigurðsson tók á móti þeim. Ástæða heimsóknarinnar var sú að nemendurnir eru að fara að setja upp sýningu á leikritinu Dýrin í Hálsaskógi og þar sem sú sýning er í gangi í Þjóðleikhúsinu var upplagt að leggja leið sína þangað með hópinn. Nemendur fengu margt að skoða og máta og má segja að þeir séu margs fróðari eftir þessa ferð.

Myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband