Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegi hrósdagurinn

01.03.2013
Alþjóðlegi hrósdagurinn

Í dag, 1.mars, er alþjóðlegi hrósdagurinn. Við hvetjum alla til að halda uppá daginn, gera sér glaðan dag og hrósa samstarfsfélögum, börnunum, maka, vinum og vandamönnum :-)

 http://www.worldcomplimentday.com/

Gerum 1. mars að jákvæðasta degi ársins.

Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni.

Nýtum tækifærið og hrósum makanum, börnum okkar, foreldrum, samstarfsfélögum, systkinum, frænkum og frændum og öllum sem við þekkjum.

Eitt hrós á dag kemur hamingjunni í lag :-)


Til baka
English
Hafðu samband