Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallganga og innilega -myndir

06.06.2013
Fjallganga og innilega -myndirÍ gær fóru nemendur 1.-7.bekkjar í fjallgöngu á Esjuna. Hópnum var skipt í þrennt og var farið í miserfiðar göngur. Að lokinni fjallgöngu fóru nemendur með rútum aftur í skólann þar sem innilegan tók við. Þá gista nemendur í skólanum í eina nótt.

 Nemendur fengu kvöldverð, horft var á bíómynd og allir tóku þátt í kvöldvöku og það var líf og fjör. Í dag fengu svo allir morgunverð áður en haldið var heim á leið.


 Á morgun eru skólaslitin kl.9.00 hjá 1.-9.bekk en í kvöld hjá 10.bekk.


Myndir frá fjallgöngunni og kvöldvökunni eru á myndasíðunni 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband