Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð á morgun

03.09.2013
Gróðursetningarferð á morgun

Á morgun, miðvikudag, fara allir nemendur í Sjálandsskóla í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Nemendur mæta á venjulegum tíma kl.8.15 og farið verður í rútum. Nemendur munu gróðursetja birki og einnig safna saman birkifræjum fyrir Hekluskóga. Grillaðar verða pylsur í hádeginu og þeir nemendur sem eru ekki í mataráskrift þurfa að koma með eigin pylsur eða annað nesti.

Muna að koma klædd eftir veðri og með hollt og gott nesti :-)

 

Til baka
English
Hafðu samband