Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir og myndir frá Reykjum

05.09.2013
Fréttir og myndir frá Reykjum7. bekkur dvelur nú í Skólabúðunum í Reykjaskóla ásamt Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og hefur ferðin gengið alveg frábærlega vel. Fyrsta daginn var veðrið heldur leiðinlegt en nú skín sólin og allir hér eru í sólskinsskapi. Hópurinn er einstaklega flottur og samheldinn og er hann búinn að fá sérstakt hrós frá búðarstjóra. Dagskráin er búin að vera þéttskipuð en auk fjöruferða, fjármálafræðslu, íþrótta ofl. eru fjörugar kvöldvökur, sundferðir og annað í þeim dúr daglegt brauð. Ætlum að halda áfram að hafa það skemmtilegt hér og er hápunktur ferðarinnar eftir, þ.e. hárgreiðslukeppni drengja og diskótek annað kvöld. Setjum inn fleiri myndir frá því síðar.

Kær kveðja, Margrét

Myndir frá Reykjum 

 

Til baka
English
Hafðu samband