Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7.bekkur í Vísindasmiðju HÍ

18.09.2013
7.bekkur í Vísindasmiðju HÍ7. bekkurinn skellti sér í vísindasmiðju hjá Háskóla Íslands í gær þriðjudag og var þar margt merkilegt að sjá og læra. Við hlustuðum á stutta kynningu á jarðfræði og lærðum ýmislegt um Ísland og hvernig það hefur breyst í aldanna rás. Þá fengum við að sjá og prófa ýmsar skemmtilegar tilraunir og skemmtu krakkarnir og kennararnir sér konunglega við að skjóta lofthringjum, horfa á rólu teikna mynd, búa til rafmagn á hjóli, spila á vatnsskál og fleira áhugavert. 

Myndir eru á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband