Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólapúlsinn í október

30.10.2013
Skólapúlsinn í október

Skólinn notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja þá nemendur í skólanum sem eru á aldursbilinu 11-15 ára spurninga um líðan þeirra í skólanum, virkni þeirra í námi og almennra spurninga um skóla og bekkjaranda. 

Þeir þættir sem metnir eru er virkni nemenda, líðan og heilsa og skóla- og bekkjarandi:

• Ánægja af lestri
• Áhugi og ánægja af stærðfræði
• Áhugi og ánægja af náttúrufræði
• Trú á eigin námsgetu
• Trú á eigin vinnubrögð í námi
• Þrautseigja í námi • Sjálfsálit
• Stjórn á eigin lífi
• Vellíðan
• Tíðni eineltis
• Tegund eineltis
• Staðir eineltis
• Hreyfing
• Mataræði
• Samsömun við nemendahópinn
• Samband nemenda við kennara
• Agi í tímum
• Virk þátttaka í tímum
• Mikilvægi heimavinnu í náminu

Nemendur svara í skólanum spurningalista á netinu. Hver nemandi svarar könnuninni einu sinni á ári og tekur um 20 mínútur að svara henni. Könnunin er hluti af sjálfsmati skólans. Niðurstöður eru eingöngu birtar skólum í formi meðaltala og hlutfalla fyrir hópa. Niðurstöðurnar eru jafnframt notaðar af starfsmönnum Skólapúlsins til að framkvæma tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og fræðimenn til að auka skilning á þroska og námsaðstæðum nemenda á landsvísu. Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju.

Vefsíða Skólapúlsins 

 

Til baka
English
Hafðu samband