Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.-4.bekkur vann lestrarkeppni í Comeniusarverkefni

06.12.2013
1.-4.bekkur vann lestrarkeppni í ComeniusarverkefniNemendur í 1.-4. bekk taka þátt í Comeniusarverkefni sem er samstarfsverkefni 10 eyja í Evrópu. Eitt af því sem felst í verkefninu er lestrarkeppni. Nemendur lesa bækur og eftir hverja bók teikna þeir höndina sína á blað, klippa hana út og hengja uppá vegg. Hendurnar eiga að mynda lestrardreka. 

Í gær tóku nemendur í 4.bekk þátt í flashmeeting þar sem þeir sögðu krökkunum á hinum eyjunum hversu margir nemendur taka þátt í keppninni hjá okkur og hversu margar bækur við erum búin að lesa. Fundið er meðaltal bóka á hvern nemanda og er skemmst frá því að segja að nemendur í 1.-4.bekk Sjálandsskóla unnu keppnina að þessu sinni.

Keppnin heldur síðan áfram eftir áramót og verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur þá.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband