Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónahlaup-sjónvarpsþáttur

19.05.2014
Tónahlaup-sjónvarpsþátturÍ byrjun ársins bauðst Sjálandsskóla að taka þátt í spennandi verkefni á vegum Sjónvarpsins. Dagskrárgerðarmaðurinn og tónlistarmaðurinn Jónas Sen stýrir gerð þátta sem munu heita Tónahlaup. Í þeim koma fram nemendur úr nokkrum skólum af landinu en hverjum skóla var úthlutað tónlistarmanni sem samdi lag og texta sérstaklega fyrir þetta verkefni. Nemendur í skólunum fengu svo það verkefni að útsetja og æfa sitt lag til flutnings í Sjónvarpssal. 

Nokkrir tónelskir nemendur úr 8. og 10. bekk voru valdir til að taka þátt fyrir hönd Sjálandsskóla og var það enginn annar en Megas sem samdi þeirra lag sem heitir Skikkuð frekt í skóla. Í dag var lokaæfing hópsins fyrir sjónvarpsupptökuna en í fyrramálið verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem upptakan fyrir þáttinn fer fram.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband