Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innilegan

05.06.2014
InnileganÍ nótt var hin árlega innilega og gistu tæplega 200 nemendur í 1.-7.bekk í skólanum. Krakkarnir fóru snemma í náttfötin og áttu góðan dag eftir fjallgönguna í gær. Leynigesturinn, sem var vinningshafi í Island got talent, mætti kl.5 og sýndi dans og einnig fengu krakkarnir að læra nokkur spor.

Eftir kvöldmat og ís var kvöldvaka þar sem nokkrir nemendur voru með skemmtiatriði. Kvöldið gekk vel og voru flestir farnir að sofa fyrir miðnætti, en elstu krakkarnir vöktu aðeins lengur og skemmtu sér fram eftir nóttu undir stjórn foreldra og kennara.

Innilegan er einn af minnistæðustu viðburðum skólaársins hjá krökkunum og mikill spenningur hjá þeim margar vikur áður. Við þökkum foreldrum og starfsfólki fyrir aðstoðina á þessum skemmtilega degi, án þeirra væri þetta ekki hægt. 

Myndir frá innilegunni


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband