Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ber það sem eftir er

11.02.2015
Ber það sem eftir er

Foreldrafélag Sjálandsskóla býður öllum foreldrum og forráðamönnum á fyrirlestur mánudaginn 16. febrúar kl.19:30 í sal skólans.

Fyrirlesturinn nefnist: Ber það sem eftir er og fjallar um sexting, hefndarklám og netið“ er fræðsla fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum. 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga nektarmyndir af íslenskum börnum manna á milli á netinu, en lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við vandamálinu. Dreifingin er stjórnlaus og netið gleymir engu. 

Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga eykur á vandann. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu – og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er áinýjungum og fá góð ráð um hvernig eigi að ræða þessi mál við börn og ung netinu.

Aðgangur er ókeypis og allir foreldrar eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn enda mikilvægt að kynna sér áskoranirnar sem fylgja tæknmenni. Fræðslan er í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. Styrktaraðili átaksins er Vodafone.

Hér má finna ítarefni um Ber það sem eftir er: sexting, hefndarklám og netið

 

Til baka
English
Hafðu samband