Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bréfdúfur flugu frá skólanum

07.05.2015
Bréfdúfur flugu frá skólanumÍ dag fengu nemendur í  3. – 4. bekk skemmtilega heimsókn en það var hann Rögnvaldur sem mætti með nokkrar bréfdúfur með sér.  Hann byrjaði á að ræða við nemendur og var með fróðleik um bréfdúfur og hver væri munurinn á þeim og öðrum dúfum.  Eftir að nemendur höfðu fengið að halda þeim og skoða var farið út á skólalóð þar sem nemendur fengu að sleppa dúfunum.  Þær flugu af stað og var tignarlegt að sjá þær fljúga um og hverfa svo þar sem þær flugu í átt til miðborgar Reykjavíkur þar sem heimili þeirra er.  Við þökkum Rögnvaldi fyrir að koma með dúfurnar en hann er frændi eins nemanda í hópnum.  Hér má sjá myndir
Til baka
English
Hafðu samband