Danski menntamálaráðherrann í heimsókn
27.10.2015
.jpg?proc=ContentImage)
Í dag fengum við danska menntamálaráðherrann, Ellen Trane Nørby, í heimsókn ásamt fríðu föruneyti. Sesselja Þóra Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Eygló Sigurðardóttir kennsluráðgjafi fjölluðu um sögu skólans, helstu áherslur í skólastarfinu og upplýsingatækni í Sjálandsskóla. Hanna Hilmarsdóttir skólastjóri Alþjóðaskólans sagði einnig frá starfsemi Alþjóðaskólans.
Að lokinni kynningu var farið í skoðunarferð um skólann með 3 nemendum og Rebekku dönskukennara, þar sem gestirnir spjölluðu við nemendur og kennara.
Myndir fá skólaheimsókninni má finna á myndasíðu skólans
Vefsíða danska menntamálaráðuneytisins