Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu 16.nóvember

16.11.2015
Dagur íslenskrar tungu 16.nóvember

Í dag er dagur íslenskrar tungu og í tilefni dagsins ætlum við að velja skrítnasta íslenska orðið. Nemendur munu velja eitt orð sem þeim finnst skrítið og svo greiða nemendur atkvæði um skrítnustu orðin. Í morgunsöng í fyrramálið verður tilkynnt hvaða orð varð fyrir valinu sem skrítnasta íslenska orðið.

Ýmis önnur verkefni tengd íslenskri tungu eru í gangi í dag hjá nemendum, m.a.ljóðalestur og undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar.

Á vef Menntamálastofnunar má finna ýmis verkefni og fræðsluefni sem tengist degi íslenskrar tungu

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband