Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óveður -skólahald óbreytt

08.12.2015
Óveður -skólahald óbreytt

Í gærkvöldi fengum við aðstoð hjálparsveita og slökkviliðs til að festa niður þak-kant sem losnaði af gafli skólabyggingarinnar. Tjónið var óverulegt og fór betur en áhorfðist. 

Á myndasafni má sjá myndir sem félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ sendu okkur.

Upplýsingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins:

Hvað varðar skólahald þá er þeim tilmælum beint til foreldra að fylgja yngri börnum í skólann.

Vert er að nefna það að almenningur hefur farið eftir fyrirmælum yfirvalda og haldið sig heima við. Það er virkilega jákvætt og hefur mikið að segja hvað varðar störf viðbragðsaðila og eðli verkefna. Þetta auðveldar ekki aðeins okkar vinnuna á meðan óveðrinu stóð heldur einnig að koma öllu í gang aftur.

Við viljum einnig þakka öllum þeim sem komu að undirbúningsvinnunni áður en veðrir skall á. Flott vinna og markviss sem er stór liður í því að svona vel tókst til.

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.


Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann.

Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



An important announcement from The Capital District Fire Department:

Primary school services will be disrupted due to weather today Tuesday

Due to weather, one can expect a disruption in primary school services in the Reykjavík area today. Schools are open but parents are asked to accompany young children to their schools and not to leave them until they have been safely received by school staff.
Til baka
English
Hafðu samband