Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ókeypis námsgögn í Garðabæ

10.08.2017
Ókeypis námsgögn í GarðabæBæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 1. ágúst s.l., að greiða fyrir námsgögn að upphæð 5000 k.r fyrir hvern nemanda í grunnskólum Garðabæjar skólaárið 2017-2018 eða um 12.500.000 kr miðað við um 2500 nemendur.

Með námsgögnum er m.a. átt við stílabækur, blýanta, liti, gráðuboga o.fl. til notkunar í skólunum. Nánari útfærslu var vísað til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og grunnskólanna. Bæjarráð lagði jafnframt áherslu á að hagræðingar verði gætt við útfærsluna og bestu tilboða leitað. Með þessu vill Garðabær m.a. stuðla að hagkvæmni og umhverfisvænni leiðum í skólastarfi.

Nú er verið að endurskoða innkaupalista skólans og nánari upplýsingar koma á heimasíðu skólans.
Til baka
English
Hafðu samband