Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjör á öskudegi

06.03.2019
Fjör á öskudegi

Í dag var mikið um að vera hjá okkur í Sjálandsskóla á öskudegi. Nemendur og starfsfólk mættu í alls konar búningum og skemmtu sér vel. 

Dagurinn hófst á morgunsöng og síðan undirbjuggu nemendur söng og skemmtiatriði. Klukkan tíu var svo dansað í salnum og að því loknu opnuðu "búðir" víðsvegar um skólann og nemendur gengu á milli, sungu og sögðu brandara fyrir nammi. 

Hægt var að velja ólíkar stöðvar, s.s.hoppukastala, snúsnú, boltaleiki, húllahringi, keilu, andlitsmálun, draugahús og margt fleira skemmtilegt.

Eftir hádegismat fóru nemendur ýmist heim eða í Sælukot.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá öskudeginum.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband