Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smiðjur í Sælukoti

21.03.2019
Smiðjur í Sælukoti

Nú bíður tómstundaheimilið Sælukot upp á svokallaðar smiðjur tvisvar sinnum í viku. Börnin velja sér smiðju sem hentar þeirra áhugasviði og samanstanda smiðjurnar af 10-12 manna hópum.
Smiðjurnar standa til boða fyrir börn á aldrinum 6-9 ára sem skráð eru í tómstundaheimilið. Fjölbreytt úrval er í boði og þar má meðal annars nefna bakstur, vísindi, kvikmyndagerð, listir ofl.

Smiðjurnar fóru vel af stað með miklum spenning og tilhlökkun nemenda. Með hækkandi sól verða fleiri spennandi smiðjur í boði til að nefna hjólasmiðja, smíðasmiðja og umhverfismála smiðja.
Markmið okkar með smiðjunum er að nemendur læri að vinna saman í hópum óháð aldri, fræðist um heima og geima, beri virðingu fyrir umhverfinu og fyrst og fremst leyfi töfrum leiks og sköpunargáfunni að njóta sín til fulls.

Myndir frá smiðjum

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband