Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt valgreinatímabil

24.10.2019
Nýtt valgreinatímabil

Þessa vikuna byrjaði nýtt valtímabili í unglingadeildinni. Boðið er upp á fjölbreytt val svo sem legó forritun, teikningu og textílmennt.

Í textílmennt voru 12 nemendur sem spreyttu sig á því að sauma tölur á skyrtur og jakka. Nemendur leituðu sér ráða á youtube og þegar þeir höfðu náð ákveðinni leikni tóku þeir sjálfir upp kennslumyndbönd sem sýna það hvernig best er að fara að. Verkefnið gékk vel hjá flestum og ætla má að færnin muni nýtast nemendum vel í framtíðinni. Næst ætla nemendur að læra að gera við boli, buxur og sokka.

Myndir frá textílvali

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband