Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika 4.-8.nóvember

04.11.2019
Vinavika 4.-8.nóvember

Veitum orðunum sem við notum athygli

Vinavika Sjálandsskóla er haldin 4. – 8. nóvember 2019

Þá eru allir hvattir til að veita vináttu sérstaka athygli, en vikunni lýkur á gleðidegi á degi gegn einelti 8. nóvember.

Þessa viku ætlum við að veita orðunum sem við notum sérstaka athygli og ræða við nemendur um jákvæða og neikvæða orðræðu, hvernig orð geta verið særandi eða nærandi. Í umsjón munu kennarar tala um skemmtileg og fjölbreytt jákvæð orð og hvernig hægt er að bregðast við aðstæðum á góðan hátt.

Allir kennarar útbúa tvo kassa til að hafa á hverju svæði – annan fyrir jákvæð (nærandi) orð og hinn fyrir neikvæð (særandi) orð. Við hvern kassa eru miðar þar sem nemendur eru hvattir til að skrifa orðin sem þeir heyra eða nota.

Unninn verður órói úr jákvæðu orðunum í listgreinum sem hengdur verður upp í matsalnum. Neikvæðu orðunum verður eytt á táknrænan hátt.

Föstudagurinn 8. nóv – Gleðidagurinn

Pálínuboð á hverju svæði. Nemendur eru hvattir til að klæða sig í betri fötin og koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð.

Til baka
English
Hafðu samband