Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur

15.06.2020
Sumarlestur

Við hvetjum nemendur til að lesa í sumar og Menntamálastofnun hefur útbúið ævintýralestrarkort fyrir yngri nemendur og Lestrarlandakort fyrir eldri nemendur! Tilgangur landakortanna er bæði að hvetja nemendur til lestrar  og að kynna mismunandi tegundir bóka fyrir börnum og ungmennum. Með þessu móti verður leit að lesefni sem höfðar til hvers og eins auðveldari og líklegra að áhugi á lestri kveikni eða aukist.

Á kortunum má finna mismunandi litaða vegi sem hver um sig táknar ákveðna tegund bóka: ljóð, fantasíur, spennusögur, húmor, teiknimyndasögur, fræðibækur, raunsæjar skáldsögur og leikrit. Þar er jafnframt að finna bókalista fyrir hverja tegund bóka, sem hugsaður er sem hugmyndabanki sem hægt er að leita í. Við hvetjum nemendur til að kanna sem flesta vegi í sumar og kynnast þannig fjölbreyttu lesefni.

Þeir sem senda inn mynd komast í pott og eiga möguleika á að verða dregnir út og fá bókagjöf að launum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Nánar um lestrarverkefni á vef Menntamálastofnunar 

Bréf til foreldra um lestrarverkefnið

Læsisvefurinn

 

Gleðilegt lestrarsumar :-)

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband