Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika í Garðabæ

05.10.2020
Forvarnarvika í Garðabæ

Hin árlega forvarnavika Garðabæjar verður haldin dagana 7.-14. október 2020. Þema vikunnar er: ,,AÐ STANDA MEÐ SJÁLFUM SÉR"

Dagskráin fer fram í litlum hópum, innan skóla og á vefmiðlum.

MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER:
• Forvarnardagurinn er haldinn miðvikudaginn 7. október að frumkvæði forseta Íslands.
• „Hvernig stöndum við með sjálfum okkur og um leið hjálpum þeim sem eru í vanda?“ fræðslumyndbönd rithöfundarins Gunnars Helgasonar og Felix Bergssonar sýnd í leikskólum Garðabæjar.
• Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: Ljóðasamkeppni fyrir nemendur til að vekja athygli á baráttu gegn ofbeldi.

FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER:
• Í Sjálandsskóla og Álftanesskóla: Fyrirlestrar um viðhorf og staðalímyndir
„Fávitar“- Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi
„Karlmennskan“- Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í félagsmiðstöð og pistlahöfundur
• Bókasafn Garðabæjar: „Stefnumót við rithöfund“ Gunnar Helgason rithöfundur fjallar um hvernig hugmyndir og hugsanir, reynsla og lífið sjálft verður að bók. Fyrir nemendur í 8.-9. bekk
• „Ungmennahús“ opið hús fyrir 16-18 ára (árganga 2004, 2003 og 2002) fimmtudaginn 8. október kl. 19:30-22:00 í félagsmiðstöðvunum Klakanum (í Sjálandsskóla) og Elítunni (í Álftanesskóla).

FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER:
• „Dúó Stemma“ tónleikhús fyrir elstu börn leikskóla í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.
• Bókasafn Garðabæjar: „Stefnumót við rithöfund“ Gunnar Helgason rithöfundur fjallar um hvernig hugmyndir og hugsanir, reynsla og lífið sjálft verður að bók. Fyrir nemendur í 8.-9. bekk

LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER:
• „Stuttmyndasögunámskeið”fyrir 9-12 ára haldið í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, laugardaginn 10. október kl. 13-15, skráning fyrirfram.

MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER:
• „Hlúum að vellíðan á óvissutímum“ Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun flytur fyrirlestur í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara, við Strikið 6, mánudaginn 12. október kl. 13:00.

ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER:
• „Líðan unglinga í Garðabæ“ Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu kynnir nýjustu niðurstöður úr könnun á högum og líðan grunnskólanemenda í 8.,9. og 10. bekk. Fjarfundir með kennurum og skólastjórum og vefútsending til foreldra í grunnskólum.

MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER:
• Bókasafn Garðabæjar: „Stefnumót við rithöfund“ Gunnar Helgason rithöfundur fjallar um hvernig hugmyndir og hugsanir, reynsla og lífið sjálft verður að bók. Fyrir nemendur í 8.-9. bekk

VIÐBURÐIR ALLA VIKUNA:
• „Að standa með sjálfum sér“ stuttmynd á vegum Ungmennaráðs Garðabæjar, rafræn miðlun.
• „Að læra mörk“ verkefni fyrir nemendur í 1.-4 bekk unnið í skólunum út frá bókunum „Þú ert frábær“ og „Rúnar góði“.
• Verkefni fyrir nemendur í 5.-7. bekk unnið í skólunum út frá myndinni „Stattu með þér“ o.fl. hugmyndum.
• „Ofbeldisforvarnaskólinn“ fyrirlestur og verkefni í Garðaskóla um að búa til fyrirmyndir sem aðstoða við að vinna gegn ofbeldi. Benedikta Sörensen verkefnastjóri og John Friðrik Bond Grétarsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Garðalundar.
• Kynfræðsluspilið „Sleikur“ kynnt í efri bekkjum grunnskólanna.
• Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7: „Hvar er Valli?“ fyrir nemendur í 6. bekk.

Til baka
English
Hafðu samband