Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skrímslalestur á bókasafni

01.10.2021
Skrímslalestur á bókasafni

Skrímslalestur stendur yfir allan októbermánuð á bókasafninu.

Nemendur sem vilja taka þátt fá bókamerki sem gatað er í eftir hverja lesna bók. Eftir fimm lesnar bækur fá þau límmiða í verðlaun og eftir tíu fá þau viðurkenningarskjal. Einnig er hægt að snúa lukkuhjólinu til þess að finna út hvert skrímslanafnið þitt er.

Á bókasafninu er líka búið að stilla upp óhugnalegum bókum til þess að hita upp fyrir hrekkjavöku sem er í lok mánaðarins.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband