Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7.bekkur á Reykjum

05.10.2021
7.bekkur á Reykjum

Í gær fóru nemendur í 7.bekk í skólabúðirnar á Reykjum. Á hverju ári fara nemendur 7.bekkjar á Reyki og það er alltaf mikil tilhlökkun að komast á Reyki.

Sjálandsskóli og Kópavogsskóli munu dvelja þar saman þessa vikuna.

Ferðin norður gekk vel og áttu nemendur frábæran dag í gær og allir sofnuðu sælir og sáttir.

Á Reykjum er lögð áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:
- að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
- að auka félagslega aðlögun nemenda
- að þroska sjálfstæði nemenda
- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
- að auka athyglisgáfu nemenda

Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða herbergið sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks skólabúðanna.

Myndir frá Reykjum 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband