Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafundur í kvöld

14.10.2021
Foreldrafundur í kvöld

Í tilefni forvarnaviku verður haldinn foreldrafundur í kvöld, fimmtudaginn 14. október kl. 20:00-22:00 í Sjálandsskóla.

Dagsskrá fundarins:

• Guðrún Ágústsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlistaratriði úr söngleiknum Pálmar.
• Námsráðgjafar í Garðabæ segja frá starfi sínu.
• Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri frá Barnaheillum segir frá verkefninu Vinátta
• Fulltrúi frá KVAN segir frá Verkfærakistunni
• Birgir Örn Guðjónsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði segir okkur frá því helsta sem snýr að starfi lögreglunnar í Garðabæ

Gestir eru beðnir um að tryggja persónulegar smitvarnir.

Fundurinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast upptöku að honum loknum.Með kærri kveðju,

Grunnskólar og Grunnstoð Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband