Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þörungar í 8.bekk

09.09.2022
Þörungar í 8.bekk

Nemendur í 8. bekk hafa verið að læra um þörunga undanfarna daga. Þeir slógu síðan botninn  í námið í gær með því að slá upp veislu þar sem þörungar voru að sjálfsögðu aðalhráefnið. Á boðstólnum var eggjafrauð með þangskeggsívafi ásamt  djúpsteiktum beltisþara sem bragðbættur var með karrý og sesamfræjum.

Öll verkun á þanginu/þaranum og matreiðsla var í höndum nemenda sem þeir leystu svo sannarlega vel af hendi og var þeim sem runnu á ilminn úr eldhúsinu boðið upp á smakk. Flestum var það framandi að leggja þörunga sér til munns en óhætt er að segja að það hafi komið nemendum á óvart hversu bragðgott sjávarfangið var að matreiðslu lokinni.

Þess má að lokum geta að þurrkuð söl hafa verið borðuð á Íslandi um aldir og eru þau mjög rík af vítamínum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband