Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokaverkefni í unglingadeild

02.06.2023
Lokaverkefni í unglingadeild

Síðustu daga hafa nemendur í unglingadeild unnið að lokaverkefnum sínum og í dag kynntu nemendur í 8. og 9.bekk verkefnin sín. Nemendur settu upp kynningarbása þar sem hver og einn kynnti sitt verkefni fyrir foreldrum og kennurum. Nemendur hönnuðu meðal annars tölvuleiki, kynntu sér söguleg málefni svo sem stríð eða tísku og voru með kynningar á hundum, te, ballet og bessadýrum svo fátt sé nefnt.

Nemendur í 10.bekk héldu kynningar sínar á þriðjudaginn þar sem þeir fluttu fyrirlestra um verkefnið sitt.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá kynningarbásum í 8. og 9.bekk.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband