Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Twisted Forest í Heiðmörk

12.09.2023
Twisted Forest í Heiðmörk

Nemendur í 9.og 10.bekk Sjálandsskóla tóku þátt í sýningunni Twisted Forest eftir danska leikhópinn Wunderland.

Þessi sýning byggir á þátttöku nemenda í verkinu sem fór fram fyrir utan venjulega göngustíga í Heiðmörk. Á meðan á sýningunni stóð ferðuðust nemendur um skóginn í litlum hópum, fylgdu sérstökum merkingum í skóginum sem leiddu þau að allskonar ólíkum upplifunum sem voru faldar víða um skóginn.

Sumsstaðar leiddu hljóð þau áfram en á öðrum stöðum hittu þau leikara sem vísaði þeim veginn. Nemendur fengu sérstakan hlífðarfatnað og hljóðbúnað til að nota á meðan á sýningunni stóð. Verkefnið gekk vel og nemendur stóðu sig mjög vel.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband