Alþjóðadagur kennara í dag

Alþjóðadagur kennar er haldinn árlega þann 5.október til að minna á mikilvægi kennarastarfsins um allan heim. Dagurinn minnir okkur á mikilvægi menntunar og kennslu sem einn af grunnþáttum samfélagsins.
Á alþjóðadegi kennara er gott að skoða það starf sem grunnskólakennarar vinna fyrir samfélagið með því að hjálpa börnum og unglingum að skilja heiminn. Dagurinn minnir á mikilvægi kennslu og menntunar en minnir einnig á hversu fjölbreytt og vandasamt kennarastarfið er í nútíma samfélagi.
Menntun er grundvöllur samfélagsins sem kennarar taka þátt í að skapa. Þeir hjálpa ungu fólki að læra, vaxa og þroskast og þannig að leggja grunninn að framtíð samfélagsins. Kennarar hafa mikil áhrif á líf og þróun einstaklinga. Þeir hjálpa þeim að öðlast þekkingu, færni og gildi sem þeir þurfa til að taka þátt í samfélaginu og takast á við lífsáskoranir.
Til hamingju með daginn kennarar!