Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegleg gjöf frá foreldrafélagi Sjálandsskóla

13.01.2025
Vegleg gjöf frá foreldrafélagi Sjálandsskóla

Skólanum barst falleg gjöf frá foreldrafélagi Sjálandsskóla í desember. Gjöfin er í þágu nemenda og nýtist þeim á ýmsan hátt. Keyptar voru bækur fyrir bókasafn Sjálandsskóla í tengslum við barnabókamessu en mikilvægt er að safnið eigi fjölbreyttar bækur til þess að efla lestraráhuga nemenda. Ýmsir rithöfundar heimsóttu skólann í desember og voru þær heimsóknir einnig í boði foreldrafélags skólans. Unnið er að því að festa kaup á svokölluðum GaGavelli/ Pannevelli fyrir skólalóðina og mun skólinn nýta gjöf foreldrafélagsins fyrir kaup á slíkum velli. 

Kunnum við foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir þessa fallega og veglegu gjöf. 

Til baka
English
Hafðu samband