Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabær var haldin í Flataskóla fimmtudaginn 8. maí. Tíu fulltrúar frá Sjálandsskóla, Flataskóla, Hofstaðaskóla, Álftanesskóla og Urriðaholtsskóla tóku þátt í keppninni ásamt varamönnum frá hverjum skóla. Fyrir hönd Sjálandsskóla kepptu Hallveig Karen Eik Ísleifsdóttir og Hildigunnur Ingibjörg Gísela Markúsdóttir og voru Erla Ýr Gunnarsdóttir og Logi Freyr Ólafsson varamenn. Keppendur lásu texta úr bókinni Draumur eftir Hjalta Halldórsson og tvo ljóð. Hallveig Karen hreppti annað sætið í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. Auður Óttarsdóttir úr Hofstaðaskóla varð í 1. sæti og Ronja Sif Smáradóttir í Álftanesskóla lenti í því þriðja.
Við óskum öllu þáttakendum innilega til hamingju með árangurinn.