Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

05.09.2013

Fréttir og myndir frá Reykjum

Fréttir og myndir frá Reykjum
7. bekkur dvelur nú í Skólabúðunum í Reykjaskóla ásamt Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og hefur ferðin gengið alveg frábærlega vel. Fyrsta daginn var veðrið heldur leiðinlegt en nú skín sólin og allir hér eru í sólskinsskapi. Hópurinn er einstaklega...
Nánar
04.09.2013

Gróðursetningarferð í Guðmundarlund

Gróðursetningarferð í Guðmundarlund
Í dag fórum við í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Allir nemendur gróðursettu birkiplöntur og síðan var farið í leiki og grillaðar pylsur í góða veðrinu. Myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíðu skólans
Nánar
03.09.2013

Bloggað í textílmennt

Bloggað í textílmennt
Silja textílkennari hefur stofnað blogg þar sem nemendur í textílmennt munu blogga um það sem þau gera í textílmennt í vetur. Slóðin er: textilmenntrokkar.blog.is
Nánar
03.09.2013

Gróðursetningarferð á morgun

Gróðursetningarferð á morgun
Á morgun, miðvikudag, fara allir nemendur í Sjálandsskóla í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Nemendur mæta á venjulegum tíma kl.8.15 og farið verður í rútum. Nemendur munu gróðursetja birki og einnig safna saman birkifræjum fyrir Hekluskóga.
Nánar
02.09.2013

7.bekkur í skólabúðir á Reykjum

7.bekkur í skólabúðir á Reykjum
Í dag er 7.bekkur á leið í skólabúðirnar á Reykjum. Þar verða þau fram á föstudag. Á Reykjum eru starfræktar skólabúðir fyrir nemendur í 7.bekk og það er alltaf mikil eftirvænting að komast á Reyki.
Nánar
28.08.2013

Hópefli í unglingadeild

Hópefli í unglingadeild
Nú eru komnar inn myndir á myndasíðu unglingadeildar úr hópeflinu sem krakkarnir hafa tekið þátt í í þessari viku. Margir nýir nemendur eru núna í 8.bekk og því kærkomið að hrista saman allan hópinn í unglingadeild með ýmsum hópeflisleikjum og fjöri...
Nánar
28.08.2013

Bílastæði skólans

Bílastæði skólans
Við viljum minna á að bílastæði skólans er fyrir austan skólann og fyrir framan íþróttahúsið, en ekki við fjölbýlishúsin á Löngulínu. Það er einkastæði íbúanna og biðjum við ykkur um að virða það :-)
Nánar
26.08.2013

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn
Það voru spenntir krakkar sem komu í skólann í morgun eftir sumarfrí. Dagurinn hófst á morgunsöng að venju og síðan fóru nemendur með sínum umsjónarkennara inn á heimasvæðin. Myndir frá fyrsta morgninum eru komnar á myndasíðu skólans.
Nánar
16.08.2013

Sama verð á skólamat

Sama verð á skólamat
Á fundi bæjarráðs var ákveðið að verð á skólamat verður óbreytt til nemenda þ.e. gjaldskrá foreldra verður sú sama og áður 428 krónur fyrir hádegismat og 136 krónur fyrir síðdegishressingu.
Nánar
09.08.2013

Kynningarfundur nýrra nemenda í Sjálandsskóla-20.ág.

Kynningarfundur nýrra nemenda í Sjálandsskóla-20.ág.
Nýir nemendur í 1.-8.bekk Sjálandsskóla eru boðaðir á kynningarfund þriðjudaginn 20.ágúst. 1.bekkur kl.16:30, 2.-7.b. kl.17:15 og 8.b. kl.18:00
Nánar
07.08.2013

Innkaupalistar og skólabyrjun

Innkaupalistar og skólabyrjun
Nú styttist í skólabyrjun og eru innkaupalistar komnir á heimasíðuna. Við minnum foreldra á að kíkja hvað til er í töskunum síðan í fyrra. Nemenda- og foreldraviðtöl eru föstudaginn 23.ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26.ágúst
Nánar
19.06.2013

Gleðilegt sumar !

Gleðilegt sumar !
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og við hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust. Skrifstofa skólans er lokuð v/sumarleyfa 29.júní-6.ágúst
Nánar
English
Hafðu samband