06.11.2017
Vinavika
Þessa vikuna er vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá vinna nemendur með ýmis verkefni tengd vináttu. Vinavikan endar svo með gleðidegi á föstudaginn þar sem allir koma spariklæddir með veitingar til að setja á hlaðborð.
Nánar01.11.2017
Kennaranemar
Þessa vikuna hafa nokkrir kennaranemar verið hjá okkur í Sjálandsskóla. Þeir fylgjast með kennslu í 1.og 2.bekk og við bjóðum þau velkomin í skólann okkar. Nemarnir eru á 1.ári í kennaranámi.
Nánar01.11.2017
Dans í morgunsöng
Í morgun sýndu nokkrir krakkar í 1.-6.bekk dans sem þau hafa verið að æfa í danstímum hjá Eyrúnu danskennara
Nánar30.10.2017
Heiðar Logi heimsótti nemendur í 7.-10.bekk
Heiðar Logi 24 ára atvinnumaður á brimbretti og snappari kom í heimsókn í Sjálandsskóla í síðustu viku. Hann spjallaði við nemendur í 7. bekk annars vegar og við nemendur unglingadeildarinnar hins vegar.
Nánar25.10.2017
Rýmingaræfing í dag
Í dag var rýmingaræfing í Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum og íþróttahúsinu. Þá eru viðbrögð við eldsvoða æfð og byggingin rýmd. Æfingin gekk vel og voru krakkarnir fljótir að hlaupa út í góða veðrið eins og sjá má á myndunum í myndasafni skólans
Nánar23.10.2017
2.bekkur í Hellisgerði -myndir
Um daginn fór 2.bekkur í útikennslau í Hellisgerði í tengslum við fjallaþema. Þar voru krakkarnir að leita að álfum og tröllum. Eins og sjá má á myndunum var mikið fjör hjá þeim
Nánar23.10.2017
Starfsdagur og foreldraviðtöl
Á föstudaginn, 27.október er starfsdagur í Sjálandsskóla og næsta mánudag, 30.október er nemenda-og foreldraviðtalsdagur. Skráningar í viðtölin fara fram í gegnum Námfús og opnast fyrir skráningu í lok dags í dag.
Nánar19.10.2017
Myndir frá 5.og 6.bekk
Nú eru komnar margar myndir af nemendum í 5. og 6.bekk inn á myndasíðu skólans. Þetta eru myndir frá ýmsum ferðum í útikennslu í haust
Nánar17.10.2017
Nýjar myndir frá 1.bekk
Nú eru komnar margar nýjar myndir af nemendum í 1.bekk á myndasíðu skólans. Þar má finna myndir frá skógarferð, ferð á Álftanes og frá dótadegi.
Nánar17.10.2017
Starfsáætlun Sjálandsskóla
Starfsáætlun Sjálandsskóla er nú komin á heimasíðuna. Þar er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið, starfsfólk, skólareglur, nemendafélag, tilhögun kennslu, námsvísa, stoðþjónustu og margt fleiri.
Nánar16.10.2017
Bleikur dagur síðasta föstudag
Á föstudaginn, 13.okt. var bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla og þá mættu margir í bleikum fötum. Á myndasíðunni má sjá myndir frá morgunsöng á bleikum degi.
Nánar06.10.2017
Fyrirlestur í forvarnarviku
Í dag er síðasti dagur forvarnarviku og kom Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur og heimsótti nemendur í 9.og 10.bekk. Hann fjallaði um ofnotkun tölva og snjalltækja. Í gærkvöldi var fyrirlestur fyrir foreldra barna í Garðabæ þar sem Björn Hjálmarsson...
Nánar