07.05.2013
Slæmur hárdagur í dag
Í dag var slæmur hárdagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá mættu nemendur og starfsfólk illa til höfð, með hárið út í loftið :-) Á myndasíðunni má sjá myndir frá slæma hárdeginum
Nánar03.05.2013
Grænfánalagið
Í tilefni af grænfánaverkefniu sem skólinn tekur þátt í, þá sömdu og sungu nemendur lag. Allir nemendur skólans komu að laginu. Sumir sömdu textann, sumir laglínuna og aðrir ýmist sungu, hrópuðu, klöppuðu eða spiluðu.
Nánar03.05.2013
Árshátíð unglingadeildar
Í gær héldu nemendur í unglingadeild árshátíð í Sjálandsskóla. Kvöldið hófst með kvöldverði í skólanum þar sem boðið var upp á kalkún og gómsætar kökur í eftirrétt, sem nemendur bökuðu sjálfir. Síðan voru skemmtiatriði, frá nemendum og kennurum og ...
Nánar03.05.2013
3.-4.bekkur sýndi leikrit á ensku
Í gær sýndi 3.-4.bekkur leikrit í morgunsöng. Leikritið var á ensku og hafa krakkarnir verið að æfa það í enskutímum.
Á myndasíðunni má sjá myndir frá leikritinu.
Nánar30.04.2013
Valgreinar í unglingadeild
Valfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í hverri viku. Á skólaárinu tekur nemandinn því þátt í 12 valnámskeiðum.
Nánar30.04.2013
Kennaranemar í íþróttum
Næstu 3 vikurnar verða kennaranemar hjá okkur í Sjálandsskóla, í íþróttum og sundi. Nemarnir eru úr Háskólanum í Reykjavík og eru að læra íþróttafræði.
Þetta eru þau Hákon Jónsson og María Kristín Gröndal.
Nánar30.04.2013
Grænn dagur- grænfáni
Á miðvikudaginn var grænn dagur í Sjálandsskóla. Þá mættu nemendur og starfsmenn í grænum fötum. Þann dag fékk skólinn jafnframt afhentan Grænfánann og er skólinn þá formlega orðinn þátttakandi í grænfánaverkefni Landvernda
Nánar23.04.2013
Vorleikar
Í dag og morgun eru vorleikar í Sjálandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp og búnar til 22 stöðvar með ólíkum verkefnum. Nemendum í 1.-10.bekk er skipt niður og blandað í hópa og hóparnir fara á milli stöðva, 11 í dag og 11 á morgun. Stöðvarnar...
Nánar23.04.2013
Grænn dagur á morgun
Á morgun miðvikudag, 24.apríl, er grænn dagur í Sjálandsskóla. Þá koma allir nemendur og starfsmenn í einhverju grænu. Við höldum áfram með vorleikana fyrir hádegi og svo fáum við Grænfánann afhentan eftir hádegi.
Nánar23.04.2013
Nýtt skóladagatal
Nú er komið út nýtt skóladagatal Sjálandsskóla fyrir næsta vetur, 2013-2014. Skóladagatalið má finna á vef skólans
Nánar17.04.2013
Útikennsla 5.-6.bekk
Í gær fengum við erlenda gesti í heimsókn sem tóku þátt í útikennslu hjá 5.-6.bekk. Settar voru upp þrjár stöðvar. Verkefnin sem við unnum voru í fjörunni en þar leituðum við að smádýrum og skoðuðum þau í víðsjám.
Nánar10.04.2013
Leiksýning hjá unglingadeild
Í gær fengu nemendur í Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum og leikskólanum Sjálandi, að sjá leiksýningu unglingadeildar, Cirkus de Lux, sem unglingarnir hafa verið að sýna undanfarin kvöld. Sýningin var glæsileg og gaman að sjá hversu hæfileikaríkir...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 7
- 8
- 9
- ...
- 12