08.02.2011
Bláfjallaferð frestað

Að höfðu samráði við staðarhaldara í Bláfjöllum frestum við vetrarferð í Bláfjöll. Við stefnum á að fara í næstu viku ef veður leyfir.
Það er alltaf flókið að gera áætlanir um vetrarferðir fyrir heilan skóla. Fyrst þarf að vera ljóst að nægur...
Nánar07.02.2011
Heimsins stærsti goggur?
Á opnu húsi í Sjálandsskóla fimmtudaginn 3.febrúar bjuggu nemendur til risastóran gogg. Þeir skreyttu hann fagurlega og bjuggu til skemmtilegan texta í gogginn. Myndir frá opnu hús má finna á myndasíðu skólans
Nánar07.02.2011
Stefnt á skíðaferð á miðvikudag

Í þessari viku er fyrirhuguð dagsferð allra nemenda Sjálandsskóla í Bláfjöll. Markmið ferðarinnar er að kynna nemendum vetraríþróttir og verður þeim börnum sem þess óska veitt tilsögn á skíðum
Nánar03.02.2011
Klifið - námskeið fyrir börn og unglinga

Klifið býður upp á fjölbreytt námskeið á vorönn fyrir börn og unglinga í Garðabæ. Sem dæmi um námskeið má nefna: leiklistarnámskeið, myndlistarnámskeið, njósnanámskeið, eldflaugavísindi, skartgripagerð og margt fleira
Nánar03.02.2011
Lífshlaupið
Í gær hófst Lífshlaupið, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir. Að sjálfsögðu tökum við í Sjálandsskóla þátt og í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans í klukkustundar gönguferð um nágrenni skólans. Myndir má finna á myndasíðunni
Nánar02.02.2011
Tannverndarvika

Fyrsta vikan í febrúar ár hvert hjá Lýðheilsustöð er helguð tannvernd og í ár er áhersla lögð á glerungseyðingu og hvernig stemma megi stigu við henni.
Af því tilefni hefur Lýðheilsustöð gefið út veggspjaldið Þitt er valið þar sem lýst er á...
Nánar01.02.2011
Ball hjá 5.-7.bekk
Í gær var haldið ball fyrir nemendur í 5.-7. bekk Sjálandsskóla. Krakkarnir skemmtu sér vel eins og sjá má á myndunum sem eru komnar í myndasafnið.
Nánar28.01.2011
7. bekkur frá Reykjum.
Nú er 7. bekkur lagður af stað frá Reykjum heim á leið. Rúta lagði af stað rétt upp úr 12 og eru því væntanleg í Sjálandsskóla um kl. 14:30.
Nánar28.01.2011
Lestrarbæklingar
Nú eru lestrarbæklingarnir sem afhentir voru í foreldraviðtölunum komnir inná heimasíðu skólans. Þá má finna undir Skólinn - útgáfa - lestrarbæklingar
Nánar28.01.2011
Myndband frá Reykjum -7.bekkur
Í dag koma 7.bekkingar heim frá vikudvöl á Reykjum. Þau leggja af stað um hádegi og eru væntanleg í Sjálandsskóla um 14:30. Í gær barst okkur skemmtilegt myndband frá þeim þar sem sjá má myndir af dvöl þeirra á Reykjum.
Nánar26.01.2011
Sýning á verkum list- og verkgreina
Í dag var haldin sýning á verk-og listgreinum nemenda í anddyri skólans í tengslum við foreldraviðtalsdag. Þar mátti sjá ýmis listaverk úr smíði, textílmennt og myndmennt. Myndir af verkunum má sjá á myndasíðu skólans.
Nánar25.01.2011
Nemenda- og foreldraviðtöl á morgun

Á morgun, miðvikudag 26.febrúar, eru nemenda- og foreldraviðtöl í Sjálandsskóla. Þann dag er engin kennsla. Sælukot er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 131
- 132
- 133
- ...
- 162