Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

17.05.2010

Rapp í 5.-6. bekk - hlustið!

Í apríl voru nemendur í 5.-6. bekk í þema um upphaf Íslandsbyggðar og var þá unnið með kvæði og hlustað á kvæðasöng í tónmennt. Kvæðasöngurinn var svo borinn saman við rapp tónlist nútímans. Í framhaldi af því völdu bekkirnir sér svo ljóð úr...
Nánar
12.05.2010

Reykjanesið

Reykjanesið
Nemendur í 3.-4. bekk eru í þema um Ísland og eru að lesa bók um landnemana. Af því tilefni var farið í heimsókn á Reykjanesið og skoðuðu Skessuhelli og borðuðu nestið þar. Síðan var hópnum skipt upp á tvo staði. Annar hópurinn fór fyrst í...
Nánar
10.05.2010

Trúargjörningur 5.-7. bekkur

Trúargjörningur 5.-7. bekkur
Nemendur í 5. 6. og 7. bekk hafa verið að vinna saman í þema um trúarbrögð ólíkra þjóða. Kristni, hindú, búddismi og íslam hafa verið til umfjöllunnar. Nemendur stilltu sér upp í nokkra hringi. Innst var Faðir vor túlkað með hreyfingum og tali. Næst...
Nánar
07.05.2010

150 hjól á skólalóðinni

150 hjól á skólalóðinni
Nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna. Nú má sjá yfir 150 reiðhjóla á skólalóðinni.
Nánar
07.05.2010

Unicef hlaupið

Unicef hlaupið
Í dag fór fram Unicef hlaupið. Nemendur í öllum árgöngum hlupu til styrktar börnum í öðrum heimshlutum. Eins og sjá má á myndunum voru duglegir krakkar á ferð.
Nánar
06.05.2010

Kassabílakeppni

Kassabílakeppni
Nemendur í 5.-6. bekk bjuggu til kassabíl í tengslum við listadaga í Garðabæ. Byrjað var á að bjóða þeim sem vildu að taka þátt í að hanna kassabíl. Síðan teiknuðu allir hópar sínar hugmyndir á blað að skiluðu skissu. Þrír bílar voru valdir í...
Nánar
05.05.2010

Hljóðfæri

Hljóðfæri
Nemendur í 3.-4. bekk bjuggu til sín eigin hljóðfæri. Hljóðfærin voru hristur, svipur, tamporínur. Allt efni sem nemendur notuðu var til hér í skólanum og margt sem var „rusl“ . Í morgunsöng fluttu nemendur síðan lag undir stjórn Ólafs...
Nánar
05.05.2010

Afrakstur listadaga

Afrakstur listadaga
Allir að skoða fallegu fuglana sem nemendur í 1.-2. bekk hafa málað á steina við göngustíginn. Krakkarnir eru í þemanu plöntur og dýr. Þau völdu sér fugl með stuðningi bóka og fuglavefsins, síðan öfluðu þau sér heimilda um fuglinn og teiknuðu á...
Nánar
30.04.2010

Ljóðalestur í fjörunni

Ljóðalestur í fjörunni
Nemendur í 3.-4. bekk fluttu frumsamin ljóð um Ísland í fjörunni við Sjálandsskóla á miðvikudaginn. Ljóðalesturinn var í tilefni af listadögum og þemanu sem nemendur eru í um Ísland. Ljóðin voru samin útí hrauni á góðum degi, myndskreytt heima í...
Nánar
28.04.2010

Áfram veginn

Áfram veginn
Út er komin skýrsla með niðurstöðum foreldrakönnunar. Almennt má álykta sem svo að foreldrar séu mjög sáttir við starfið í Sjálandsskóla. Starfshópurinn fær góðan vitnisburð og er ljóst að foreldrar álíta að í Sjálandsskóla starfi afar hæft...
Nánar
27.04.2010

Graffíti og vindhörpur

Graffíti og vindhörpur
Í dag voru nemendur í 7. bekk með gjörning út í móa. Þau unnu graffíti verk útfrá þemanu skólinn minn og bærinn minn. Þá höfðu nemendur einnig útbúið vindhörpur sem hanga útí stauraskógi. Markmiðið með þessu verkefni var að allir myndu skapa ...
Nánar
27.04.2010

Kvikmyndatónlist

Krakkarnir í 7. bekk hafa verið að semja tónlist við stuttmyndir í mars og apríl í tónmennt hjá Ólafi Schram. Þau notuðu búta úr myndum sem fylgdu með nótnaskriftarforritinu Sibelius sem skólinn á. Hlustið nú:
Nánar
English
Hafðu samband