Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

16.11.2018

Dagur íslenskrar tungu 16.nóv.

Dagur íslenskrar tungu 16.nóv.
Í dag, 16.nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins hafa nemendur verið að vinna ýmis verkefni tengd íslenskri tungu. Nemendur í unglingadeild fengu rithöfunda í heimsókn
Nánar
15.11.2018

Gul veðurviðvörun

Skólunum hefur borist tilkynning frá slökkviliði varðandi gula viðvörun á morgun, föstudag. Veðrið mun ekki skerða skólastarf en við minnum foreldra á að klæða börnin vel.
Nánar
14.11.2018

StopMotion kvikmyndagerð í 6.bekk

StopMotion kvikmyndagerð í 6.bekk
Nemendur í 6.bekk eru um þessar mundir að lesa söguna um Bláa hnöttinn. Þeir búa til stopmotion kvikmynd í Ipad um söguna þar sem þeir nota Playmobil karla fyrir sögupersónur og sviðsmynd sem þeir hafa sjálfir búið til í list-og verkgreinum.
Nánar
09.11.2018

Kræsingar á gleðidegi

Kræsingar á gleðidegi
Vinavikan hjá okkur endaði með gleðidegi í dag þar sem nemendur komu með kræsingar á hlaðborð. Eins og sjá má á myndunum var mikið úrval á hlaðborðum og væntanlega fer enginn svangur heim úr skólanum í dag.
Nánar
06.11.2018

Vinavika

Vinavika
Þessa vikuna er vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá vinna nemendur ýmis verkefni tengd vináttu. Vinaviku lýkur svo með gleðidegi á föstudaginn þar sem allir koma spariklæddir með góðgæti á hlaðborð.
Nánar
24.10.2018

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Starfsdagur og foreldraviðtöl
Á föstudag (26.okt.) er sameiginlegur starfsdagur grunnskóla í Garðabæ og á mánudag (29.okt.) eru foreldra-og nemendaviðtöl í Sjálandsskóla. Sælukot er lokað á föstudeginum en opið á mánudeginum.
Nánar
19.10.2018

Nýtt tímabil valgreina

Nýtt tímabil valgreina
Á mánudaginn, 22.október, hefst nýtt tímabil valgeina í unglingadeild. Vetrinum er skipt í fjögur 8-9 vikna tímabil og tímabil 2 sem hefst núna stendur fram að jólum.
Nánar
15.10.2018

Skólabjalla og skólareglur

Skólabjalla og skólareglur
Í dag hættir skólabjallan okkar að hringja inn og út úr frímínútum. Hún hringir þó áfram kl.8:15 þegar skólahald hefst. Frímínútnatíminn er margskiptur milli aldursstiga og því hefur það oft ruglað nemendur þegar bjallan hringir inn og út fyrir aðra...
Nánar
12.10.2018

Bleikur dagur

Bleikur dagur
Í dag, 12.óktóber, er bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Bleikur dagur er haldinn víða um land í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins og sölu bleiku slaufunnar.
Nánar
12.10.2018

7.bekkur á Reykjum

7.bekkur á Reykjum
Þessa vikuna hafa nemendur í 7.bekk verið í skólabúðunum á Reykjum. Dvölin hefur gengið vel og nú eru þau að ferðbúast heim. Þau leggja af stað um kl.11:30 og áætlaður komutími er um tvöleytið.
Nánar
11.10.2018

Rýmingaræfing í dag

Rýmingaræfing í dag
Í dag var rýmingaræfing þar sem æfð voru viðbrögð við eldsvoða. Það tók aðeins rúmar tvær mínútur að tæma skólann eftir að brunabjallan fór í gang. Fjórum mínútum seinna var búið að telja alla og ganga úr skugga um að allir væru komnir út.
Nánar
04.10.2018

Dagsskrá forvarnarviku

Dagsskrá forvarnarviku
Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október 2018. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði. Í vikunni verður boðið upp...
Nánar
English
Hafðu samband