Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

18.04.2019

Gleðilega páska!

Gleðilega páska!
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Skólahald hefst að nýju þriðjudaginn 23.apríl
Nánar
10.04.2019

Nýjar myndir frá 2.bekk

Nýjar myndir frá 2.bekk
Nemendur í 2.bekk hafa verið duglegir í útikennslu undanfarnar vikur. Á myndasíðuna eru komnar myndir frá útikennslu í mars og apríl. Einnig myndir frá þemavinnu um risaeðlur.
Nánar
10.04.2019

Skíðaferð aflýst vegna veðurs

Því miður þarf að aflýsa skíðaferðinn í dag vegna veðurs. Nánari upplýsingar á vef skíðasvæðanna.
Nánar
09.04.2019

Skíðaferð 1.-7.bekkjar

Á morgun, miðvikudag 10.apríl, fara nemendur í 1.-7.bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Nánari upplýsingar hafa verið sendar foreldrum.
Nánar
04.04.2019

Lína Langsokkur -leiksýning 3.bekk

Lína Langsokkur -leiksýning 3.bekk
Í dag og í gær sýndu nemendur í 3.bekk leikritið um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Krakkarnir bjuggu tíl sviðsmynd og búninga og sáum um söng í þessu sígilda leikriti.
Nánar
02.04.2019

Blár dagur -Dagur einhverfunnar

Blár dagur -Dagur einhverfunnar
Í dag var blár dagur hjá okkur í Sjálandsskóla í tilefni af degi einhverfunnar. Þá klæddust margir nemendur og starfsfólk einhverju bláu og það var frekar blár salurinn í morgunsöng í morgun
Nánar
02.04.2019

Danskir nemar í heimsókn

Danskir nemar í heimsókn
Á fimmtudaginn í síðustu viku fékk Sjálandsskóli góða heimsókn frá dönskum einkaskóla sem er staðsettur í nágreni Árósa. Nemendurnir voru á aldrinum 13 - 16 ára og voru þeir í ferð með tónmenntakennara sínum
Nánar
28.03.2019

Inga Fanney vann upplestrarkeppnina

Inga Fanney vann upplestrarkeppnina
Í gær tóku nemendur í 7.bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þá kepptu okkar nemendur við aðra nemendur í skólum Garðabæjar og Seltjarnarness. Fulltrúar Sjálandsskóla voru Ástrós Thelma Davíðsdóttir, Inga Fanney Jóhannesdóttir og Ásgerður Sara...
Nánar
22.03.2019

Nýtt valtímabil í næstu viku

Nýtt valtímabil í næstu viku
Í næstu viku hefst nýtt valtímabil í unglingadeild. það er fjórða og síðasta tímabilið, sem stendur til skólaloka.
Nánar
21.03.2019

Einstaklingsverkefni í 7.bekk

Einstaklingsverkefni í 7.bekk
Í vikunni voru kynningar á einstaklingsverkefnum hjá 7.bekk. Nemendur völdu sér viðfangsefni, bjuggu til afurð og kynntu fyrir samnemendur og foreldra. Nemendur voru hugmyndaríkir og fóru óhefðbundnar leiðir í verkefnavali.
Nánar
21.03.2019

Smiðjur í Sælukoti

Smiðjur í Sælukoti
Nú bíður tómstundaheimilið Sælukot upp á svokallaðar smiðjur tvisvar sinnum í viku. Börnin velja sér smiðju sem hentar þeirra áhugasviði og samanstanda smiðjurnar af 10-12 manna hópum. Smiðjurnar standa til boða fyrir börn á aldrinum 6-9 ára sem...
Nánar
18.03.2019

Sjálandsskólakórinn

Sjálandsskólakórinn
Síðustu helgi fór Kór Sjálandsskóla ásamt tíu öðrum kórum víðsvegar að af landinu á kóramót íslenskra barna- og unglingakóra. Hátt í 300 krakkar sóttu mótið sem tókst mjög vel. Mótinu lauk á stórtónleikum þar sem afrakstur helgarinnar var fluttur...
Nánar
English
Hafðu samband