Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

09.04.2018

PISA próf í 10.bekk

PISA próf í 10.bekk
Í morgun tóku nemendur í 10.bekk þátt í alþjóðlegu PISA-prófi. Dagurinn hófst á morgunverði á kennarastofunni og svo kom fulltrúi frá Menntamálastofnun og lagði prófið fyrir. Prófið er rafrænt og er í þremur hlutum. Nemendur höfðu áður fengið...
Nánar
06.04.2018

Jákvæð leiðtogaþjálfun í 2.bekk

Jákvæð leiðtogaþjálfun í 2.bekk
Eftir áramót hafa nemendur í 2. bekk verið í jákvæðri leiðtogaþjálfun vikulega. Þessa vikuna unnu nemendur verkefni um jákvæða og neikvæða leiðtoga, hvað einkennir þá og hvers konar áhrif hegðun þeirra getur haft á sig sjálfa og aðra. Nemendur tóku...
Nánar
05.04.2018

Myndir af útikennslu 5.bekk

Myndir af útikennslu 5.bekk
Á miðvikudaginn fóru nemendur í 5.bekk í hreystibrautina í útikennslu. Hreystibrautin er æfingabraut fyrir Skólahreysti keppnina og geta allir nýtt sér hana til æfinga. Hún er staðsett við Flataskóla. Inná myndasíðuna eru komnar myndir af 5.bekknum...
Nánar
05.04.2018

5.-7.bekkkur skíðaferð á morgun

5.-7.bekkkur skíðaferð á morgun
Á morgun, föstudag 6.apríl, fara nemendur í 5.-7.bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Nemendur mæta á venjulegum skólatíma kl.8:15. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri og með nesti. Þeir sem eru í Skólamat fá hádegismat í fjallinu.
Nánar
04.04.2018

Blár dagur á föstudaginn

Blár dagur á föstudaginn
Föstudaginn 6.apríl er blár dagur í Sjálandsskóla. Þá mæta allir í einhverju bláu en tilefnið er Dagur einhverfunnar. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir átakinu og er markmið þess annars vegar að stuðla að aukinni fræðslu og skilningi á...
Nánar
04.04.2018

Blakæfing -blakmót 4.-7.bekk

Blakæfing -blakmót 4.-7.bekk
Í næsta mánuði verður haldið grunnskólamót í blaki þar sem nemendur í 4.-7.bekk í Sjálandsskóla taka þátt. Að því tilefni kom Andri Hnikarr Jónsson, verkefnisstjóri hjá Blaksambandi Íslands í heimsókn og kenndi nemendum undirstöðuatriðin í blaki.
Nánar
03.04.2018

20.öldin - myndband frá 9.bekk

20.öldin - myndband frá 9.bekk
Nemendur í 9. bekk voru að ljúka þema um 20. öldina á Íslandi. Í þemanu unnu nemendur fjölbreytt verkefni en í stað lokaprófs skiluðu nemendur stuttu myndbandi þar sem þeir sögðu frá því sem þeim fannst merkilegast við 20. öldina
Nánar
03.04.2018

5.bekkur á Þjóðminjasafnið

5.bekkur á Þjóðminjasafnið
Um daginn fóru nemendur í 5.bekk í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Þeir voru að klára þemað um miðaldir og var heimsóknin hluti af þeirri þemavinnu. Á myndasíðu bekkjarins má sjá myndir frá heimsókninni.
Nánar
27.03.2018

Gleðilega páska !

Gleðilega páska !
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páskahátíðar. Skólahald hefst á ný samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3.apríl.
Nánar
27.03.2018

Skóladagatal 2018-2019

Skóladagatal 2018-2019
Nýtt skóladagatal fyrir veturinn 2018-2019 er nú komið á heimasíðuna. Þetta eru drög en væntanlega verða ekki miklar breytingar áður en endanleg útgáfa verður gefin út. Inná þetta dagatal vantar þó alla viðburði sem verða innan skólans og verða þeir...
Nánar
22.03.2018

Skólahreysti

Skólahreysti
Í gær tóku nokkrir nemendur í unglingadeild þátt í Skólahreysti í TM höllinni í Garðabæ. 12 lið voru í þessum riðli og stóðu krakkarnar sig mjög vel og enduðu í 7.sæti. Myndir frá keppninni eru komnar á myndasíðu skólans
Nánar
21.03.2018

Samskipti og sjálfstraust

Samskipti og sjálfstraust
Síðustu daga hafa nemendur í 8.-10. og nemendur í 6. bekk fengið fræðslu á vegum Dale Carnegie um samskipti og sjálfstraust. Ragna Klara kom og spjallaði við nemendur um samskipti, hvað samskipti fela í sér, þægindahringinn, hvað nemendum finnst...
Nánar
English
Hafðu samband