Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

13.12.2018

Danskir jóladagar í 8.bekk

Danskir jóladagar í 8.bekk
Í dag voru nemendur í 8.bekk með danska jóladaga þar sem þeir kynntu ýmsar danskar jólahefðir og danskan jólamat. Þeir buðu nemendum og starfsfólki skólans meðal annars uppá danskar eplaskífur, síld, ris a la mande og julefrokost.
Nánar
10.12.2018

Jólalegt í Sjálandsskóla

Jólalegt í Sjálandsskóla
Nú er orðið jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla þegar aðeins 8 skóladagar eru eftir fram að jólafríi. Að venju hefur skólinn verið skreyttur með ýmsu jólaskrauti sem búið er til af nemendum. Einnig er búið að setja upp stærðar jólatré í salnum og þar...
Nánar
07.12.2018

Blái hnötturinn - sýning hjá 6.bekk

Blái hnötturinn - sýning hjá 6.bekk
Í morgun voru nemendur í 6.bekk með sýningu um Bláa hnöttinn. Þau fluttu tónverk sem þau bjuggu til úr sögunni, sungu lög úr Bláa hnettinum og sýndu kvikmynd sem þau höfðu búið til með Stopmotion.
Nánar
06.12.2018

Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk

Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk
Í morgun sýndu nemendur í 1.og 2.bekk jólasveinaleikritið sem yngstu nemendurnir flytja í desember á hverju ári. Þar fara nemendur með ljóðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum. Að því loknu sungu allir lagið "Það á að gefa börnum brauð"
Nánar
04.12.2018

Klukkustund kóðunar í 1.og 2.bekk

Klukkustund kóðunar í 1.og 2.bekk
Þessa vikuna taka sumir bekkir þátt í verkefninu "Klukkustund kóðunar" eða "Hour of Code", sem er alþjóðlegt verkefni um forritunarkennslu í skólum. Í dag voru nemendur í 1.og 2.bekk að æfa forritun á Ipad.
Nánar
04.12.2018

Selma í morgunsöng

Selma í morgunsöng
Í morgun fengum við góða gesti í morgunsöng þegar mæðgurnar Selma Björnsdóttir og Selma Rún Rúnarsdóttir sungu tvö lög. Þá var einnig sunginn afmælissöngur fyrir afmælisbörn desembermánaðar
Nánar
03.12.2018

Vináttuverkefni í 1.og 2.bekk

Vináttuverkefni í 1.og 2.bekk
Í vetur hafa nemendur í 1.og 2.bekk í Sjálandsskóla unnið verkefnið Vinátta,i ​sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Efnið er danskt að uppruna og hefur nú verið þýtt á íslensku.
Nánar
03.12.2018

1.des.dagsskrá 8.bekkjar

1.des.dagsskrá 8.bekkjar
Í morgusöng var 8.bekkur með dagsskrá um 1.desember. Þau sögðu frá 1.desember, fullveldi Íslands og árinu 1918. Þá sungu allir nemendur saman lagið Öxar við ána og að lokum var kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Nánar
26.11.2018

Skipulagsdagur á morgun

Á morgun, þriðjudag 27.nóvember, er skipulagsdagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Sælukot er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Nánar
23.11.2018

Starfamessa í unglingadeild

Starfamessa í unglingadeild
Í dag fór fram svokölluð Starfamessa fyrir nemendur unglingadeildar í sal skólans og er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin. Náms- og starfsráðgjafi skólans fékk foreldra, forráðamenn og aðra sjálfboðaliða til liðs með sér í að kynna störf sín og...
Nánar
20.11.2018

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður í heimsókn
Í morgun kom Ævar vísindamaður og las upp úr nýjustu bók sinni, Þitt eigið tímaferðalag. Nemendur hlustuðu af athygli en í bókum Ævars geta lesendur ákveðið framhald sögunnar með því að velja hvað kemur næst.
Nánar
16.11.2018

Fræðslufundur fyrir foreldra unglingadeildar

Mánudaginn 19. nóvember boðum við foreldra nemenda 8.-10. bekkjar, til fræðslufundar. Fulltrúi frá samtökunum Blátt áfram mun fræða okkar um kynheilbrigði, ofbeldi, samskipti og mörk. Fyrirlesturinn er hluti af forvarnaráætlun skólans og tengist...
Nánar
English
Hafðu samband