Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

08.04.2014

Erlendir gestir í heimsókn

Erlendir gestir í heimsókn
Þessa vikuna eru félagar okkar í Comeniusarverkefninu Once upon an Island í heimsókn hjá okkur. Alls eru þetta 12 manns sem koma frá Kýpur, Krít, Frakklandi, Póllandi,Grænlandi og Litháen. Í þessari viku ætlum við að fara með þá víða og einnig ætla...
Nánar
07.04.2014

Skíðaferð 5.-10.b.-frestað

Skíðaferð 5.-10.b.-frestað
Fyrirhuguð skíðaferð með 5.-10.bekk sem fara átti á morgun þriðjudag, hefur verið frestað vegna veðurs, fram yfir páska. Nánari upplýsingar síðar
Nánar
04.04.2014

Blár dagur

Blár dagur
Í dag var blár dagur hjá okkur í Sjálandsskóla og komu margir nemendur og kennarar í bláu í skólann í dag. Í morgunsöng fengum við að hlusta á einn nemanda Alþjóðaskólans flytja lag á píanó og svo sungu nemendur eitt lag.
Nánar
04.04.2014

Páskaeggjabingó á miðvikudaginn

Páskaeggjabingó á miðvikudaginn
Næsta miðvikudag, 9.apríl, verður foreldrafélag Sjálandsskóla með árlegt páskaeggjabingó. Húsið opnar kl. 17:30 Bingóspjöld og miðar fyrir veitingum selt við innganginn.
Nánar
03.04.2014

1.bekkur á Bessastöðum

1.bekkur á Bessastöðum
Núna er 1-2.bekkur að vinna í þema um land og þjóð og vinna nemendur mörg skemmtileg verkefni út frá því. Krakkarnir hafa líka farið í skemmtilegar vettvangsferðir
Nánar
02.04.2014

Skólaþing hjá 9.-10.bekk

Skólaþing hjá 9.-10.bekk
9.-10. bekkur er þessa dagana að læra um þjóðfélagið sem við búum í og í tengslum við efnið fór helmingur hópsins í vettvangsferð á Skólaþing. Þar gerðust þau þingmenn í einn dag og unnu eins og þingmenn gera, sátu í nefndum, gerðu breytingatillögur
Nánar
02.04.2014

Veðraverk frá 7.bekk

Veðraverk frá 7.bekk
Krakkarnir í sjöunda bekk luku nýlega við tónverk sem þau unnu í tengslum við veðraþema. Eftir að hafa kynnst hvernig tónlistarmenn og tónskáld hafa túlkað veður í verkum sínum völdu krakkarnir sér tvennskonar veður til að túlka og tengja saman í...
Nánar
01.04.2014

Skíðaferð 1.-4.bekkjar -Myndir og myndband

Skíðaferð 1.-4.bekkjar -Myndir og myndband
Í gær fórum við í skíðaferð í Bláfjöll með 1.-4.bekk. Ferðin gekk mjög vel og stóðu krakkarnir sig ótrúlega vel í brekkunum. Sumir voru að fara í fyrsta skipti á skíði og fengu skíðakennslu hjá starfsfólki skólans, sumir voru vanir á skíðum og gátu...
Nánar
30.03.2014

Skíðaferð í dag

Skíðaferð 1.-4.bekkjar verður farin í Bláfjöll í dag mánudag 31.mars. Nemendur mæta á venjulegum tíma kl.8:15
Nánar
26.03.2014

Eldgos í 5.-6.bekk

Eldgos í 5.-6.bekk
Nemendur í 5.-6.bekk hafa verið að vinna í þema um eldgos. Þau bjuggu m.a.til eldfjall úr plastflösku og pappír og létu svo eldfjallið gjósa. Hrafnhildur Sigurðardóttir kennarinn þeirra tók tilraunirnar upp á myndband með Ipad og hér að neðan má sjá...
Nánar
26.03.2014

Stóra upplestrarkeppnin í dag

Stóra upplestrarkeppnin í dag
Í dag, miðvikudag 26.mars hefst Stóra upplestrarkeppnin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju við Kirkjulund í Garðabæ, kl. 17-19. Tveir nemendur úr 7.bekk, Heiðrún og Trausti, taka þátt fyrir hönd skólans.
Nánar
25.03.2014

Erlendir gestir í útikennslu hjá 7.bekk

Erlendir gestir í útikennslu hjá 7.bekk
Í vetur höfum við nokkrum sinnum fengið erlenda gesti í heimsókn sem hafa dvalið hjá okkur í 1-2 dag í senn og tekið þátt í útikennslu með nemendum og kennurum skólans. Þetta eru kennarar víða að úr Evrópu sem eru hér á Comeniusar-námskeiði um...
Nánar
English
Hafðu samband