27.09.2023
Friðarhlaup
Nemendur í 3.bekk tóku í dag þátt í Friðarhlaupi Chinmoy. Fulltrúar félagsins komu með friðarkyndil og fengu nemendur að hlaupa með kyndilinn í íþróttasalnum.
Nánar12.09.2023
Twisted Forest í Heiðmörk
Nemendur í 9.og 10.bekk Sjálandsskóla tóku þátt í sýningunni Twisted Forest eftir danska leikhópinn Wunderland. Þessi sýning byggir á þátttöku nemenda í verkinu sem fór fram fyrir utan venjulega göngustíga í Heiðmörk
Nánar12.09.2023
Haustferð í Guðmundarlund
Það var blíðskaparveður í Guðmundarlundi í dag þegar nemendur Sjálandsskóla fóru í árlega haustferð þangað. Krakkarnir fóru í leiki, nutu veðurblíðunnar og fengu svo grillaðar pylsur í hádeginu.
Nánar08.09.2023
Verkleg eðlisfræði í 10.bekk
Nemendur í 10. bekk hafa verið að vinna með krafta og hreyfingu í eðlisfræðitímum þessa vikuna. Þeir fengu það verkefni að hanna og gera bíl úr pappa sem átti ýmist að komast sem lengst eða hraðast eftir beinni braut.
Nánar05.09.2023
Göngum í skólann

Sjálandskóli tekur þátt í verkefninu "Göngum í skólann" sem hefst á morgun, miðvikudaginn 6.september. Skóladagurinn hefst þá á sameiginlegri göngu um nágrenni skólans.
Nánar01.09.2023
Krakkar á kajak
Í góða veðrinu þessa fyrstu daga skólaársins fóru nemendur á miðstig út á kajak. Á hverju hausti fá allir nemendur í 5.-7.bekk tækifæri til að prófa kajak. Skólinn á nokkra kajaka sem eru mikið notaðir bæði á haustin og vorin, þegar veður leyfir.
Nánar25.08.2023
Við kennum-þið þjálfið
Fræðslufundur um lestrarkennslu verður haldinn fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1.bekk, þriðjudaginn 29.ágúst kl.20:00
Nánar23.08.2023
Skólasetning í dag
Í dag var skólasetning í Sjálandsskóla á þessum fallega sumardegi þar sem umsjónarkennarar tóku á móti nemendum og foreldrum/forráðamönnum. Skólastarf vetrarins var kynnt og farið yfir helstu atriði varðandi skólasókn, námsefni og fleira.
Nánar10.08.2023.jpg?proc=AlbumMyndir)
Skólasetning og námskynning 23.ágúst
.jpg?proc=AlbumMyndir)
Skólasetning verður miðvikudaginn 23.ágúst kl.9 hjá nemendum í 2.-10.bekk. Nemendur í 1.bekk og forráðamenn þeirra svo og nýir nemendur verða boðaðir sérstaklega símleiðis.
Nánar07.06.2023
Gleðilegt sumar
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Skólahald hefst að nýju 23.ágúst 2023
Nánar02.06.2023.JPG?proc=AlbumMyndir)
Lokaverkefni í unglingadeild
Síðustu daga hafa nemendur í unglingadeild unnið að lokaverkefnum sínum og í dag kynntu nemendur í 8. og 9.bekk verkefnin sín. Nemendur settu upp kynningarbása þar sem hver og einn kynnti sitt verkefni fyrir foreldrum og kennurum
Nánar