Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

23.09.2021

Útikennsla í 1.bekk

Útikennsla í 1.bekk
Í hverri viku fara nemendur í 1.bekk í útikennslu í nágrenni skólans. Börnin læra að klæða sig eftir veðri og fara gjarnan með heitt kakó á brúsa með sér í útikennsluna. Á myndasíðunni eru komnar nýjar myndir af krökkunum í útikennslu í Gálgahrauni...
Nánar
21.09.2021

Appelsínugul aðvörun

Appelsínugul aðvörun
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi í dag þriðjudag frá 13:30 – 17:00.
Nánar
21.09.2021

Skýli í skógi

Skýli í skógi
Krakkarnir í Sjálandsskóla eru öllu vanir þegar kemur að vondu veðri í útikennslu. Síðustu daga hafa nemendur í 4.og 5.bekk verið að æfa sig í að vera úti í vondu veðri og bjuggu til skýli í skóginum til að geta borðað nestið sitt úti
Nánar
16.09.2021

Dagur íslenskrar náttúru- 8.b.

Dagur íslenskrar náttúru- 8.b.
Nemendur í 8. bekk eru að læra um sveppi og fléttur í þemu. Í dag, á degi íslenskrar náttúru, skoðuðu þeir ýmsar tegundir af sveppum, sem þeir áttu að teikna, greina í viðeigandi hópa og skoða síðan í smásjá.
Nánar
16.09.2021

Líffræði í 7.bekk

Líffræði í 7.bekk
Nemendur í 7.bekk eru núna að vinna í þema um mannslíkamann. Þeir vinna fjölbreytt verkefni, bæði í bókum, verklega og í tölvum. Í dag voru nemendur að vinna með app og boli þar sem hægt er að sjá líffærin í þrívídd
Nánar
15.09.2021

3.bekkur á Þjóðminjasafninu

3.bekkur á Þjóðminjasafninu
Á þriðjudaginn fóru nemendur í 3.bekk í strætóferð á Þjóðminjasafnið á sýninguna Tíminn flýgur. Nemendur fengu leiðsögn gegnum safnið og sáu margt fróðlegt og skemmtilegt.
Nánar
06.09.2021

Skák í vetur

Skák í vetur
Kristófer skákkennari verður áfram hjá okkur á mánudögum í vetur og mun taka nemendahópa í skákkennslu. Allir nemendur í 1.-7.bekk fá að kynnast skákinni í vetur. Bekkjunum verður skipt í litla hópa og dreift yfir skólaárið.
Nánar
03.09.2021

6.bekkur á kajak

6.bekkur á kajak
Á miðvikudaginn fengu nemendur í 6.bekk að sigla á kajak í útikennslu. Nemendur sigldu meðfram ströndinni í blíðskaparveðri eftir góða leiðsögn frá Hrafnhildi Sigurðardóttur og Sigu og gekk siglingin mjög vel.
Nánar
26.08.2021

Reglur um sóttkví í skólum

Reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Nánar
26.08.2021

Morgunsöngur

Morgunsöngur
Að venju hefst skóladagurinn í Sjálandsskóla á morgunsöng en vegna fjöldatakmarkana er morgunsöngnum þetta haustið skipt á milli árganga í 1.-7.bekk.
Nánar
25.08.2021

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn
Það voru spenntir nemendur sem mættu í skólann í dag, fyrsta skóladaginn þetta haustið. Núna hefja rúmlega 250 skólabörn nám í Sjálandsskóla og þar af eru 25 nemendur í 1.bekk.
Nánar
24.08.2021

Fræðslufundur fyrir foreldra barna í 1.bekk

Fræðslufundur fyrir foreldra barna í 1.bekk
Fræðslufundur um lestrarkennslu verður haldinn fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1.bekk, miðvikudaginn 1.september kl.20:00 í sal skólans.
Nánar
English
Hafðu samband