Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

21.05.2019

Vorskólinn

Vorskólinn
Í dag komu væntanlegir nemendur í 1.bekk í heimsókn til okkar í það sem við köllum Vorskólinn. Þar fá krakkarnir tækifæri til að kynnast kennurum og nemendum í 1.bekk. Þau vinna verkefni og fara í útivist með nemendum í 1.bekk
Nánar
20.05.2019

Nýjar myndir frá 1.og 2.bekk

Nýjar myndir frá 1.og 2.bekk
Nú eru komnar margar nýjar myndir frá útikennslu í 1.og 2.bekk inná myndasíðu skólans.
Nánar
20.05.2019

Vorverkefni í unglingadeild

Vorverkefni í unglingadeild
Þessa vikuna og þá næstu eru nemendur í unglingadeild að vinna við vorverkefnið sitt. Nemendur velja sér eigið viðfangsefni, afla sér upplýsinga um það og kynna það á miðvikudag í næstu viku​.
Nánar
17.05.2019

Útikennsla í 2.bekk - stærðfræði

Útikennsla í 2.bekk - stærðfræði
Nemendur í 2.bekk hafa verið að vinna með formin í stærðfræði. Í útikennslu í dag fóru þeir út með ipada og mynduðu hin ýmsu form í umhverfinu.
Nánar
17.05.2019

Þemavinna í 5.bekk

Þemavinna í 5.bekk
Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna með þema um miðaldir. Í vikunni voru krakkarnir að leggja lokahönd á miðaldarbók sem þau bjuggu til.
Nánar
15.05.2019

Útikennsla í 4.bekk

Útikennsla í 4.bekk
Nemendur í 4.bekk voru með sandkastalakeppni á Ylströndinni í gær. Þar voru byggð margs konar mannvirki eins og sjá má á myndasíðu 4.bekkjar.
Nánar
14.05.2019

Tónlist frá 4.bekk

Tónlist frá 4.bekk
Nemendur í 4.bekk hafa verið að semja tónlist við vögguvísur í tónmennt undanfarnar vikur. Í morgun fengum við að heyra afraksturinn í morgunsöng þar sem krakkarnir sungu og spiluðu frumsamin verk.
Nánar
14.05.2019

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar hefst laugardaginn 25. maí með opnunarhátíð kl. 11 – 15. Ævar Þór rithöfundur kemur og les upp úr nýju bókinni sinni kl. 14 og Ilva Krama verður með krítarsmiðju og andlitsmálun á torginu.
Nánar
13.05.2019

Árshátíð unglingadeildar

Árshátíð unglingadeildar
Síðasta fimmtudag var árshátíð unglingadeildar haldin í skólanum. Að venju gengu nemendur í 8.-10.bekk um skólann á meðan á kennslu stóð og vöktu athygli yngri nemenda á árshátíðinni. Um kvöldið var svo árshátíðin haldin í sal skólans
Nánar
09.05.2019

Hjálmar frá Kiwanis

Hjálmar frá Kiwanis
Í dag fengu allir nemendur í 1.bekk hjálma að gjöf frá Kiwanis. Nemendur voru að vonum ánægðir með nýju hjálmana sína og voru um leið minntir á mikilvægi þess að nota alltaf hjálm á hjóli.
Nánar
09.05.2019

Tónlistaratriði frá 6.bekk

Tónlistaratriði frá 6.bekk
Í morgun fengum við að heyra frumsamin tónlistaratriði frá nemendum í 6.bekk. Þau spiluðu á öll hljóðfærin og sungu texta úr Völuspá. Verkefnið eru unnið í samþættingu við þemað um Snorra Sturluson.
Nánar
08.05.2019

Vinningshafar í nýsköpunarkeppninni

Vinningshafar í nýsköpunarkeppninni
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er haldin árlega og geta nemendur í 5.-7.bekk tekið þátt með því að senda inn hugmyndir. Nokkrar hugmyndir eru valdar til að taka þátt í úrslitum og tveir nemendur Sjálandsskóla komust í úrslit í ár. Það eru þeir Birkir...
Nánar
English
Hafðu samband