Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

20.11.2018

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður í heimsókn
Í morgun kom Ævar vísindamaður og las upp úr nýjustu bók sinni, Þitt eigið tímaferðalag. Nemendur hlustuðu af athygli en í bókum Ævars geta lesendur ákveðið framhald sögunnar með því að velja hvað kemur næst.
Nánar
16.11.2018

Fræðslufundur fyrir foreldra unglingadeildar

Mánudaginn 19. nóvember boðum við foreldra nemenda 8.-10. bekkjar, til fræðslufundar. Fulltrúi frá samtökunum Blátt áfram mun fræða okkar um kynheilbrigði, ofbeldi, samskipti og mörk. Fyrirlesturinn er hluti af forvarnaráætlun skólans og tengist...
Nánar
16.11.2018

Dagur íslenskrar tungu 16.nóv.

Dagur íslenskrar tungu 16.nóv.
Í dag, 16.nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins hafa nemendur verið að vinna ýmis verkefni tengd íslenskri tungu. Nemendur í unglingadeild fengu rithöfunda í heimsókn
Nánar
15.11.2018

Gul veðurviðvörun

Skólunum hefur borist tilkynning frá slökkviliði varðandi gula viðvörun á morgun, föstudag. Veðrið mun ekki skerða skólastarf en við minnum foreldra á að klæða börnin vel.
Nánar
14.11.2018

StopMotion kvikmyndagerð í 6.bekk

StopMotion kvikmyndagerð í 6.bekk
Nemendur í 6.bekk eru um þessar mundir að lesa söguna um Bláa hnöttinn. Þeir búa til stopmotion kvikmynd í Ipad um söguna þar sem þeir nota Playmobil karla fyrir sögupersónur og sviðsmynd sem þeir hafa sjálfir búið til í list-og verkgreinum.
Nánar
09.11.2018

Kræsingar á gleðidegi

Kræsingar á gleðidegi
Vinavikan hjá okkur endaði með gleðidegi í dag þar sem nemendur komu með kræsingar á hlaðborð. Eins og sjá má á myndunum var mikið úrval á hlaðborðum og væntanlega fer enginn svangur heim úr skólanum í dag.
Nánar
06.11.2018

Vinavika

Vinavika
Þessa vikuna er vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá vinna nemendur ýmis verkefni tengd vináttu. Vinaviku lýkur svo með gleðidegi á föstudaginn þar sem allir koma spariklæddir með góðgæti á hlaðborð.
Nánar
24.10.2018

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Starfsdagur og foreldraviðtöl
Á föstudag (26.okt.) er sameiginlegur starfsdagur grunnskóla í Garðabæ og á mánudag (29.okt.) eru foreldra-og nemendaviðtöl í Sjálandsskóla. Sælukot er lokað á föstudeginum en opið á mánudeginum.
Nánar
19.10.2018

Nýtt tímabil valgreina

Nýtt tímabil valgreina
Á mánudaginn, 22.október, hefst nýtt tímabil valgeina í unglingadeild. Vetrinum er skipt í fjögur 8-9 vikna tímabil og tímabil 2 sem hefst núna stendur fram að jólum.
Nánar
15.10.2018

Skólabjalla og skólareglur

Skólabjalla og skólareglur
Í dag hættir skólabjallan okkar að hringja inn og út úr frímínútum. Hún hringir þó áfram kl.8:15 þegar skólahald hefst. Frímínútnatíminn er margskiptur milli aldursstiga og því hefur það oft ruglað nemendur þegar bjallan hringir inn og út fyrir aðra...
Nánar
12.10.2018

Bleikur dagur

Bleikur dagur
Í dag, 12.óktóber, er bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Bleikur dagur er haldinn víða um land í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins og sölu bleiku slaufunnar.
Nánar
12.10.2018

7.bekkur á Reykjum

7.bekkur á Reykjum
Þessa vikuna hafa nemendur í 7.bekk verið í skólabúðunum á Reykjum. Dvölin hefur gengið vel og nú eru þau að ferðbúast heim. Þau leggja af stað um kl.11:30 og áætlaður komutími er um tvöleytið.
Nánar
English
Hafðu samband